September 2019

Útiljós

Dagarnir eru farnir að styttast og þá fer fólk að spá í útilýsingu. Við eigum mikið úrval af ljósum á lager og langar okkur að benda á Piazza II frá Thorn. Virkilega snyrtilegur og sterkbyggður lampi sem hentar vel að setja í töluverða hæð. Lampinn er 25W (2910lm), hefur þéttleika IP65 og höggþol IK10. Hann hentar því vel íslenskum aðstæðum. Þetta ljós er meðal annars notað til að lýsa upp útbú okkar á Reyðarfirði.

Hérna er hlekkur á lampann í vefverslun okkar: Piazza II

 



Við mælum með að skoða úrvalið af ljósum hjá okkur á Rönning.is/ljósbúnaður

Mælitæki frá Megger

Á dögunum var Rarik afhent alhliða prófunartæki fyrir spenna og tengivirki frá Megger, TRAX TD 220 ásamt TDX 120. Um er að ræða mjög fullkomin prófunartæki til að greina bilanir og ástandsskoða spenna og annan búnað í tengivirkjum.
 


Hér má sjá þá Eyþór Helga Úlfarsson og Óskar Reynisson taka á móti tækjunum frá Sveini Rúnari Júlíussyni sölumanni okkar.

Hitastrengir

Núna er rétti tíminn til að græja þakrennurnar heima og vatnslagnirnar í sumarbústaðnum fyrir veturinn. Erum með mikið úrval af hitastrengjum á lager hjá okkur ásamt mottum sem fara beint undir flísar. Einnig eru til lausnir til að setja undir parket. Hafið samband við sölumenn okkar og þeir aðstoða þig við val á réttum streng fyrir þig. 
 


 
Rennur með límborða
Núna höfum við aukið við úrvalið á strengrennum. Vorum að fá á lager 20x35mm rennur með límborða í svörtu og hvítu. Það getur verið mjög þægilegt þegar verið er að setja rennur þar sem erfitt er að komast að.  

Hérna er hægt að nálgast þær í vefverslun okkar:
Strengrenna m/límb. 20x35x2000 Hv.
Strengrenna m/límb. 20x35x2000 Sv.



 
 

Þilofnar

Roundline ofnarnir frá Tego hafa verið til sölu hjá okkur í mörg ár og er komin mjög góð reynsla á þá. Núna var Tego að koma með ofn sem er IP24 (splash proof) sem hentar að nota inn í votrýmum. Þeir koma í tveimur stærðum, 300w og 600w.

Hérna má sjá þá á heimasíðunni okkar:
Þilofn 300w 33x40cm IP24
Þilofn 600w 53x40cm IP24

Eldingar
Eldingar hafa töluvert verið í fréttum hér á landi í sumar og er fylgifiskur veðurblíðunar sem við höfum fengið. Þessu fylgir líka oft spennutoppar á netinu sem fara ekki vel í rafbúnað. Við erum með lausnir frá Phoenix Contact sem síar út óæskilega spennutoppa og verja þar af leiðandi viðkvæman búnað fyrir skemmdum. Leitið til sölumanna okkar fyrir nánari upplýsingar.
  
LED-borðar
Erum með mikið úrval að LED-borðum og fylgihlutum á lager frá SLC. Á vefsíðu okkar er hægt að nálgast vörulista frá þeim sem inniheldur mikið af hugmyndum um hvernig er hægt að nýta borðana við ólíkar aðstæður. Hægt er að fá þá með þéttleika IP67 sem gerir auðvelt að nota þá utandyra. Borðarnir koma í ýmsum styrkleikum, auðvelt er að deyfa þá og er til mikið úrval af stýringum m.a. þráðlausar.

Vörulistann má skoða hér: Vörulisti SLC
Hægt er að skoða vörurnar á vefnum hér: Rönning.is

Kemur þú með kefli?

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á því að við tökum vel á móti  keflum sem eru allt að 1m í þvermál og þá sérstaklega smærri plastkeflum.

Við hvetjum alla sem eiga slík að koma þeim til okkar í næsta útibú Johan Rönning þar sem þau geta átt framhaldslíf.


 

Hleðslustöðvar frá Chargestorm

Erum með þessar flottu hleðslustöðvar frá Chargestorm á lager hjá okkur. Þær eru til í öllum stærðum frá 3,7kW til 22kW. Einnig er hægt að fá þær tvöfaldar til að hlaða tvo bíla samstundis. Stöðvarnar eru með innbyggðum lekaliða og öryggi og eru þær því auðveldar í uppsetningu. Einnig eru fáanlegar hleðslustýringar fyrir fjölbýlishús.
Endilega kynnið ykkur stöðvarnar á Rönning.is eða hafið samband við sölumenn okkar.





                                 
Facebook
Rönning.is
Email
Johan Rönning | Klettagörðum 25, 104 Reykjavík | s. 5 200 800

Verslanir okkar